Nútímakona
Með kalið hjarta
geng ég grýttan veg
torskilinna hugrenninga
og brenni að baki mér brýr.

Krossfest af eigin kynhvöt,
bak mitt flakandi sár
eftir svipuhögg
dómharðra augnaráða.

Gef Barbie fingurinn,
ég mun aldrei búa í Grafarvogi!
 
Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir
1976 - 2006


Ljóð eftir Jóhönnu Helgu Hafsteinsdóttur

Sumarnótt
Brot úr bláu sumri
Pirr
Nútímakona
Ekkert
Taugaveiklun
Andvaka
Fyrirgefning syndanna
í hlíðinni
Skilafrestur útrunninn
Hissa
Skref
Tvær sautján ára smástelpur
Fórnin