Taugaveiklun
Ein lítil tilfinning
í tilveru,
dauðadæmdri
af vonlausri þráhyggju.

Eitt lítið ósagt orð,
sker hljóðhimnurnar að innan.
Held fyrir eyrun,
held því föngnu í hausnum á mér.

Ein lítil manneskja
ófær um að treysta,
dreymir um tilfinningar úr tefloni
og taugar úr latexi.
 
Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir
1976 - 2006


Ljóð eftir Jóhönnu Helgu Hafsteinsdóttur

Sumarnótt
Brot úr bláu sumri
Pirr
Nútímakona
Ekkert
Taugaveiklun
Andvaka
Fyrirgefning syndanna
í hlíðinni
Skilafrestur útrunninn
Hissa
Skref
Tvær sautján ára smástelpur
Fórnin