Skref
Daga dagar uppi,
ósagðar sögur
liggja í hverju skrefi
fótumtroðnar

Með vindinn í bakið
horfi yfir farinn veg.
Leiðin framundan
liggur svo langt
sem augað eygir,
fótumtroðin.

Vindurinn bitur
bítur mig í framan.
Dynur undir fótum
vegurinn að baki lengist,
fótumtroðinn.


 
Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir
1976 - 2006


Ljóð eftir Jóhönnu Helgu Hafsteinsdóttur

Sumarnótt
Brot úr bláu sumri
Pirr
Nútímakona
Ekkert
Taugaveiklun
Andvaka
Fyrirgefning syndanna
í hlíðinni
Skilafrestur útrunninn
Hissa
Skref
Tvær sautján ára smástelpur
Fórnin