Fyrirgefning syndanna
Í óræðum lit
birtist hálfgleymdur
heimsendir æskunnar
sem sena í lélegri bíómynd.

Hljóðið sem dó
þegar ég öskraði því afturábak
gleypti það í mig,
kyngdi.

Það sveið mig í hálsinn
og ég táraðist þá.
Horfi í spegilinn í dag,
hann tárast ekki.

Horfi í spegilinn og grátbið
um fyrirgefningu syndanna.
 
Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir
1976 - 2006


Ljóð eftir Jóhönnu Helgu Hafsteinsdóttur

Sumarnótt
Brot úr bláu sumri
Pirr
Nútímakona
Ekkert
Taugaveiklun
Andvaka
Fyrirgefning syndanna
í hlíðinni
Skilafrestur útrunninn
Hissa
Skref
Tvær sautján ára smástelpur
Fórnin