í hlíðinni
það fór aldrei.

Ég gekk svo langt
ég gekk svo lengi
skildi eftir mig svo mörg spor

leit aldrei til baka
hrasaði
datt
það blæddi og ég hélt ég gæti ekki haldið áfram

skildi svo margt eftir
ætlaði ekki að líta til baka

hvern langar svosem að sjá þennan fjandans banatind eina ferðina enn?

ég gerði allt nema að hlaupa

en helvítis fjallið fór aldrei.  
Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir
1976 - 2006


Ljóð eftir Jóhönnu Helgu Hafsteinsdóttur

Sumarnótt
Brot úr bláu sumri
Pirr
Nútímakona
Ekkert
Taugaveiklun
Andvaka
Fyrirgefning syndanna
í hlíðinni
Skilafrestur útrunninn
Hissa
Skref
Tvær sautján ára smástelpur
Fórnin