Sumarnótt
Í húmi nætur heyrist hlátur,
stúlkan segir sögur.

Söguna af vindinum
og laufblaðinu sem stóð á sama.

Söguna af barninu
sem trúði ekki á sorgina.

Söguna af húsinu
sem sólin elskaði og tunglið þráði.

Sögur af gleðinni sem var nauðgað af einmanaleikanum.

Og það dagaði.  
Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir
1976 - 2006


Ljóð eftir Jóhönnu Helgu Hafsteinsdóttur

Sumarnótt
Brot úr bláu sumri
Pirr
Nútímakona
Ekkert
Taugaveiklun
Andvaka
Fyrirgefning syndanna
í hlíðinni
Skilafrestur útrunninn
Hissa
Skref
Tvær sautján ára smástelpur
Fórnin