Kvöld á þorra

Sameindir austanvindsins umvöfðu mig
þar sem ég greip með höndunum í tunglið
og æddu síðan í aspirnar á flötinni.

Þær titruðu í vindinum og gáfu frá sér
hvissandi hljóð með greinarnar berar
sem bentu á flötina þúsund fingrum.

Longt er í vorið,en það kemur samt.
Verum samtaka og þreyjum þorrann
með andvökunætur í farteskinu

 
Sigurður P. Gíslason
1934 - ...


Ljóð eftir Sigurð P. Gíslason

Best is yet to come
Minning úr sveit
Salvador Dali
Hugsað til ljóðsnillings
Dauðinn
Jól
Tal út í loftið
Kvöldstund
Vorkoma
Kvöld á þorra
Jazz