

Sameindir austanvindsins umvöfðu mig
þar sem ég greip með höndunum í tunglið
og æddu síðan í aspirnar á flötinni.
Þær titruðu í vindinum og gáfu frá sér
hvissandi hljóð með greinarnar berar
sem bentu á flötina þúsund fingrum.
Longt er í vorið,en það kemur samt.
Verum samtaka og þreyjum þorrann
með andvökunætur í farteskinu