Dans ástarinnar
Líðum áfram
í unaðsdraumi...
hönd mín á þinni
og augu okkar mætast.

Þú grípur um mitti mér
og leiðir mig áfram.
Óstyrkir fætur mínir
elta skref þinna.

Þú sveiflar mér hring eftir hring
og brátt
styrkjast skref mín
og fylgja takti lagsins
ósjálfrátt.

Augu mín elta þín
og óttast ekkert,
því ég fell ekki
á meðan armar þínir
umlykja mig...
 
Hulda Sif Ólafsdóttir
1982 - ...


Ljóð eftir Huldu Sif Ólafsdóttur

Dans ástarinnar
Lífsins tónlist
Ljósið í myrkrinu
Enginn veit...
Mánaskin
Minning um sumarást
Ströndin
Að spila á lífið
Af eða á?
A Hopeless Case?
Ef þú elskaðir mig...
Spegilmyndin
Strákastelpa
Raddirnar
Blekking
Ef ég...
Sárar minningar
Haltu mér, slepptu mér
Missir