Missir
Guð á himnum gefi að þér
gæfan fylgi ætíð á þínum veg
Vonar mamma að veitist sér
vera önnur jafn björt og yndisleg.

Yrðir þú þó á vegi mínum aftur,
ég örmum mínum um þig vefði skjótt,
úr fylgsnum myndi flæða móðurkraftur
og friður fylla sálu mína skjótt.

Skamma stundu fékk þitt ljós að skína
skoti litlu móðurkviði í.
Ást mín mun þó aldrei á þér dvína;
um þig skjól í hjarta mínu bý.

Bænir mínar bitrar eru ei lengur.
Bið þig samt að ætíð vitir það
að þó ég þiggi að komi annar drengur;
þitt pláss áttu æ hjá mér í hjartastað.  
Hulda Sif Ólafsdóttir
1982 - ...
26. apríl 2010


Ljóð eftir Huldu Sif Ólafsdóttur

Dans ástarinnar
Lífsins tónlist
Ljósið í myrkrinu
Enginn veit...
Mánaskin
Minning um sumarást
Ströndin
Að spila á lífið
Af eða á?
A Hopeless Case?
Ef þú elskaðir mig...
Spegilmyndin
Strákastelpa
Raddirnar
Blekking
Ef ég...
Sárar minningar
Haltu mér, slepptu mér
Missir