Enginn veit...
Ég elskaði þig
svo heitt...
Kannski glóir enn
í hjarta mínu.
Kannski er það svart,
sótið eitt.
Enginn veit...

Ég veit það eitt
að ég græt
á næturnar.
En hvort ég gráti þig
eða ástina
eða brostna von,
Enginn veit...

Í gegnum tárin
stara augun
á gamla mynd
af okkur tveimur.
En hvort tárin falla
vegna þín
eða mín,
Enginn veit...

Augu mín svíða
af söltum tárum,
hjartað verkjar
og maginn engist
sundur og saman,
líkt og ég og þú.
En hvers vegna,
Enginn veit...

Er augu okkar mættust
varð neistaflug
líkt og þau væru stjörnuljós
og ragettur
þeyttu hjörtum okkar
til himna.
En hvort þau snéru aftur,
Enginn veit...

En þó elskan hafi flogið sinn veg,
hatrið tekið við
og slæmir hlutir gerst,
hvíslar mitt litla hjarta
enn að þínu:
„Ég elska þig...“
En hvort vindurinn beri þér það til eyrna,
Enginn veit...  
Hulda Sif Ólafsdóttir
1982 - ...


Ljóð eftir Huldu Sif Ólafsdóttur

Dans ástarinnar
Lífsins tónlist
Ljósið í myrkrinu
Enginn veit...
Mánaskin
Minning um sumarást
Ströndin
Að spila á lífið
Af eða á?
A Hopeless Case?
Ef þú elskaðir mig...
Spegilmyndin
Strákastelpa
Raddirnar
Blekking
Ef ég...
Sárar minningar
Haltu mér, slepptu mér
Missir