Haltu mér, slepptu mér
Ég elska þig
svo sárt
að hjarta mitt grætur.

Svo brjálæðisleg ást,
eldur sem logar,
bál sem fuðrar upp
og verður að engu.

Og eftir stend ég
með minninguna
sem skyggir á allt annað.

Kaldhæðnislegt
að það sem aldrei getur orðið
skuli koma í veg fyrir það
sem eitthvað ER.

Ást, sem í samanburði
við minningu eina
virðist kulna.

Ljúfsára minningu...  
Hulda Sif Ólafsdóttir
1982 - ...


Ljóð eftir Huldu Sif Ólafsdóttur

Dans ástarinnar
Lífsins tónlist
Ljósið í myrkrinu
Enginn veit...
Mánaskin
Minning um sumarást
Ströndin
Að spila á lífið
Af eða á?
A Hopeless Case?
Ef þú elskaðir mig...
Spegilmyndin
Strákastelpa
Raddirnar
Blekking
Ef ég...
Sárar minningar
Haltu mér, slepptu mér
Missir