Ljósið í myrkrinu
Húmir í rökkrinu
ljósvera.
Geislar hreinleikans
kljúfa myrkrið.
Hún er birtan í svartnættinu.
Ein.

Í fjarska er ljósið,
ljósið eina,
sem hún ein sér.

En í rökkrinu
húmir hún ei ein.
Því að úr kviksyndi óttans
glampar á fleiri augu,
glampar á klær.
Kræklóttar krumlur
fálma eftir fölsku sólskini.

Þyrstar í von
streitast myrkraverur
á móti ljótleikanum
og hrifsa til sín
ljósglætuna.

Sem ljósdropi í myrkri
flýr hún svartnættið.
Gegnum dimman dal
skríður hún í átt að ljósinu.

Þegar hún kemur í ljósið,
ljósið eina,
hefur vonleysið stolið birtunni.

Í fjarska er myrkrið
sem umlykur allt
og hún ein sér.

Og hún er aftur ein,
skuggi af gleðinni,
myrkur í ljósinu.  
Hulda Sif Ólafsdóttir
1982 - ...


Ljóð eftir Huldu Sif Ólafsdóttur

Dans ástarinnar
Lífsins tónlist
Ljósið í myrkrinu
Enginn veit...
Mánaskin
Minning um sumarást
Ströndin
Að spila á lífið
Af eða á?
A Hopeless Case?
Ef þú elskaðir mig...
Spegilmyndin
Strákastelpa
Raddirnar
Blekking
Ef ég...
Sárar minningar
Haltu mér, slepptu mér
Missir