Ef ég...
Ef ég gæti umvafið þig
jafnmikilli ást
jafnmikilli hlýju
og ég þrái sjálf
myndi ég aldrei missa þig

Ef ég ætti ennþá
hjarta mitt
myndi ég gefa þér það
einum

Ef ég fengi aftur
alla þá ást
er ég hef áður gefið
væri eitthvað eftir
handa þér

En hjarta mitt
slær í öðrum
en mér
og dælir ást
í æðar annars
og heldur blóði hans eins
heitu

...og kalt blóð mitt
getur ekki yljað þér...  
Hulda Sif Ólafsdóttir
1982 - ...


Ljóð eftir Huldu Sif Ólafsdóttur

Dans ástarinnar
Lífsins tónlist
Ljósið í myrkrinu
Enginn veit...
Mánaskin
Minning um sumarást
Ströndin
Að spila á lífið
Af eða á?
A Hopeless Case?
Ef þú elskaðir mig...
Spegilmyndin
Strákastelpa
Raddirnar
Blekking
Ef ég...
Sárar minningar
Haltu mér, slepptu mér
Missir