Bla um ble frá ble til bles
Stundum er erfitt að ríma og stafa
stuðla og finn\'eitthvert eldgamalt bákn
Þá þykir oft gott að líma og lafa
og láta sem allt sé tímanna tákn
Bulla og bulla og lát\'ekkert ríma
því það er jú alveg sjúklega kúl
koma með atóm og notast við síma
ess-emm-ess og emm-ess-enn rúl
Passa skal það sem af síðara lærist
sögur sem segjast í dag.
Að lær\'ekki málið, sá ekki nærist
því margt missir þá sitt lag.
stuðla og finn\'eitthvert eldgamalt bákn
Þá þykir oft gott að líma og lafa
og láta sem allt sé tímanna tákn
Bulla og bulla og lát\'ekkert ríma
því það er jú alveg sjúklega kúl
koma með atóm og notast við síma
ess-emm-ess og emm-ess-enn rúl
Passa skal það sem af síðara lærist
sögur sem segjast í dag.
Að lær\'ekki málið, sá ekki nærist
því margt missir þá sitt lag.
Undirritaður hefur fylgst með þróun mála í íslenskri tungu. (Ekki sérfræðingur þó)