Andfýla
Úr svefnrofa vakna, sé þig mér hjá
kúldra þig alveg upp við mig
opnaðu munninn, má ég sjá
skeit einhver fullorðinn uppí þig?

Svíður í augun, mig fer að svima
reyni þó áfram að dotta
leita að handklæði, útum allt skima
dó uppí þér gömul rotta

Æli og æli, er þetta í lagi
er eðlilegt að vera svona
leita að súrefni, held ekki þvagi
djöfult að vera kona

Hvað sem að veldur, eitthvað er að
elskan klemmdu varirnar saman
Og þurfi ég að velja, vel ég það
nú þitt rassagas hljómar gaman  
Magnum
1972 - ...
Segir sig sjálft


Ljóð eftir Magnum

Landið mitt Ísland
Rós
Í dag kom haustið
Bla um ble frá ble til bles
Kennaraverkfall 2004
Stund
Jólastjarfinn
Til dóttur minnar
Ljósageislar
Sonur minn Demantur
Þunglyndisvísur
Sætar eru syndirnar
Allt er vont úr vesturheimi
Ömurlegt
Andfýla
Tópas fyrir svefninn