Jólastjarfinn
-Ég byrja að hlaupa
kaupi allt sem má kaupa
Þú kemur og pantar
allt sem þig vantar
Peysu og prjóna
prúðbúna þjóna
deserta og vín
lambakjöt og svín
tæki og tól
það eru að koma jól-

Get ég pantað barnajólin mín?
Þegar ég var ung og fín
ég í Laura Ashley kjól
um sérhver jól
Og bræðurnir mínir ungu
sátu saman og sungu
jólalög með mér
og allir voru hér.

-En nú æði ég í bæinn
og kaupi allan daginn
Jólaskraut og glingur
tel alla mína fingur
Er ég engum að gleyma?
Úff, er mig að dreyma?
Þetta heltekur mig alla
ég veit núna varla
dragt eða kjól
það eru að koma jól-

En.. þá gömlu góðu daga
og kossinn allt má laga
Mamma svo ung og fín
með litlu börnin sín
Þegar klukkurnar klingdu
jólabjöllurnar hringdu
Og þeir sem máttu þjást
fengu umhyggju og ást.

-Ég gleymi mér um stund
fer um víða grund
Hugsa stíft til baka
þegar veisla var ein kaka
ávextir og ís,
lambakjöt og grís.
Á jólanótt skal vaka
með börnunum og taka
jólalag og fleirra
því jólin eru þeirra-












 
Magnum
1972 - ...
Undirrituð er forfallið jólabarn og átti ógleymanleg jól sem barn.


Ljóð eftir Magnum

Landið mitt Ísland
Rós
Í dag kom haustið
Bla um ble frá ble til bles
Kennaraverkfall 2004
Stund
Jólastjarfinn
Til dóttur minnar
Ljósageislar
Sonur minn Demantur
Þunglyndisvísur
Sætar eru syndirnar
Allt er vont úr vesturheimi
Ömurlegt
Andfýla
Tópas fyrir svefninn