Kennaraverkfall 2004
Ég er bara átt\'ára, í verkfalli ég er
Klukkan 10 á kvöldin í rúmið drösla mér
Enginn tekur eftir því hve seint á fætur fer
Því mamma og pabbi
er\'í vinnunni hjá sér.

Núðlusúp´í hádeginu og pizza oft á kvöldin.
Barnapían segir mér að fara inn til mín
Núðlusúp´í hádeginu og pizza oft á kvöldin.
Mamma er svo stressuð, hún ætt´að gæta sín.

Í sjö heilar vikur ég læri ekki neitt
kennarinn hann sagði mér þetta væri ekki neitt
Allir kæmu ánægðir í skólann aftur fljótt
en ég er ekki viss, því að þett´er frekar ljótt.

En þegar ég verð þrítugur og rifja upp það fer.
Þegar ég var í verkfalli og gerði margt af mér.
Það gerði mig að manni, því allt ég mátti þá.
Og lærði eitt og annað sem ei tíðkast okkur hjá.

Núðlusúp´í hádeginu og núðlusúp´á kvöldin.
Það var frekar einhæft, ég læra skyldi hér
Það endaði með því að ég tók af þeim öll völdin,
Því núðlusúpa er ekkert sérstök alveg ein og sér


 
Magnum
1972 - ...
Má syngja við lagið "Súrmjólk í hádeginu". Þetta er nú ekki alveg bókstaflegt, meira til gamans gert.


Ljóð eftir Magnum

Landið mitt Ísland
Rós
Í dag kom haustið
Bla um ble frá ble til bles
Kennaraverkfall 2004
Stund
Jólastjarfinn
Til dóttur minnar
Ljósageislar
Sonur minn Demantur
Þunglyndisvísur
Sætar eru syndirnar
Allt er vont úr vesturheimi
Ömurlegt
Andfýla
Tópas fyrir svefninn