Tína 2002
Saumaklúbbur saman,
spilar teiknispil.
Hlægja og hafa gaman,
heppnar að vera til.
Mála, borða og mynda,
mjólka, vaska upp.
Slúðra hlægja og synda,
syngja og kasta upp.
Heiða, Margrét, Alís,
öllum þeim ég unni.
Fjóla, Erla og Arndís,
ekki gleymi ég Gunni.
(höf:M.Þ.E)
Víst var gaman að vera hér,
varla heim mig langar.
Veit ég eitt á sjálfri mér,
ekki förum við svangar.
(höf:F.P)
spilar teiknispil.
Hlægja og hafa gaman,
heppnar að vera til.
Mála, borða og mynda,
mjólka, vaska upp.
Slúðra hlægja og synda,
syngja og kasta upp.
Heiða, Margrét, Alís,
öllum þeim ég unni.
Fjóla, Erla og Arndís,
ekki gleymi ég Gunni.
(höf:M.Þ.E)
Víst var gaman að vera hér,
varla heim mig langar.
Veit ég eitt á sjálfri mér,
ekki förum við svangar.
(höf:F.P)
Í árlegri sumarbústaðarferð Tínumeyja fékk ég það hlutverk að skrifa haus í gestabókina. Skellti ég þá þessum vísum á blað á meðan hinar þrifu bústaðinn. Á meðan ég las þær fyrir stelpurnar vonum ánægð með árangurinn, stóð Fjóla við vaskinn með viskastykki í annarri og glas í hinni og bætti þeirri síðustu við.