yng & yang
Ég er alltaf í skóla
til að verða jafnari
sumir segja hæfari.

Í velgengni nútímans
þar sem tækifærin eru jöfn
eru ósýnilegir múrar
sem enginn festir fingur á
og tuð er að tala um.

Ég er þreytt
þreytt á að verja hálfri ævinni
í að klifra múrana.

En ég lít björtum augum á framtíðana
því sagt er að hún sé í börnunum okkar
og ég er lánsöm
að eiga tvo drengi
því þeir eru réttu megin við múrinn.
 
Margrét Þóra Einarsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Margrét Þóra Einarsdóttir

Frón
Tína 2002
Dagný Lóa
Foreldrafár
Vísnaskak
Galapagos 2000
Kona dagsins
Tvindlivet ´94
Indland '94
Beinakerlingavísa
Afa grobb
Í Masternámi
ADD
yng & yang
hugskot
Genin
Tína 2000