Vísnaskak
Ef þið getið lagt mér lið
lagast vísnaskakið.
Gagn ég hafði almennilegt mið,
og ekki fór allt í lakið.

Oft er gleði horfinn harmur,
sem heltekur líðandi stund.
Áður yljaði þrýstinn barmur
á íturvaxinni sprund.

Ógnarstjórnar ægivaldið
elda sína kindir vel.
Undir ríka mokar íhaldið,
en öryrkja sveltir í hel.
 
Margrét Þóra Einarsdóttir
1971 - ...
Pabbi sendi okkur systkinunum þrjá fyrriparta til að botna og þetta var mitt svar.


Ljóð eftir Margrét Þóra Einarsdóttir

Frón
Tína 2002
Dagný Lóa
Foreldrafár
Vísnaskak
Galapagos 2000
Kona dagsins
Tvindlivet ´94
Indland '94
Beinakerlingavísa
Afa grobb
Í Masternámi
ADD
yng & yang
hugskot
Genin
Tína 2000