vera
ég labbaði út um kirkjudyrnar,
sá snjóinn falla létt til jarðar,
fyrir framan mig löbbuðu mennirnir,
mennirnir með kistuna.
þar lá hann faðir minn,
þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að labba,
hann var sofandi.
heyrði hann tala ljúft í eyra mér,
fann skeggið hans strjúka blítt kinnina mína,
að hugsa sér,
hann er farin og kemur ekkert aftur.
heyrði snjóinn braka
í takt við rödd föður míns.
hann hvíslar
lag sem við sungum eitt sinn.
hugsaði hann um mig
hugsaði ég.
hvað var að
hugsaði ég
hvernig
hugsaði ég,
en fékk ekkert svar.
ég fleygði rósinni á leiði hans
labbaði reið til baka.
sat ein í prestsetrinu
og sá hann standa fyrir framan mig.
ég stóð upp og faðmaði hann
fann hann snerta hendur mínar.
kinnar mínar.
hjarta mitt.
nú er hann að eylífu horfinn,
farinn,
mold einsog jörðin
sameinaður sjálfum sér.
sá snjóinn falla létt til jarðar,
fyrir framan mig löbbuðu mennirnir,
mennirnir með kistuna.
þar lá hann faðir minn,
þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að labba,
hann var sofandi.
heyrði hann tala ljúft í eyra mér,
fann skeggið hans strjúka blítt kinnina mína,
að hugsa sér,
hann er farin og kemur ekkert aftur.
heyrði snjóinn braka
í takt við rödd föður míns.
hann hvíslar
lag sem við sungum eitt sinn.
hugsaði hann um mig
hugsaði ég.
hvað var að
hugsaði ég
hvernig
hugsaði ég,
en fékk ekkert svar.
ég fleygði rósinni á leiði hans
labbaði reið til baka.
sat ein í prestsetrinu
og sá hann standa fyrir framan mig.
ég stóð upp og faðmaði hann
fann hann snerta hendur mínar.
kinnar mínar.
hjarta mitt.
nú er hann að eylífu horfinn,
farinn,
mold einsog jörðin
sameinaður sjálfum sér.