Dugnaðarforkur.
Fullkomnari föður vandfundinn er
og finnst mér hann bestur í heimi hér.
Stolt af því að vera dóttir Steina
og skal ég því eigi leyna.
Duglegur drengur
hjá dömum happafengur.
Alltaf vill hann eitthvað frá sér gefa
Byggja upp vináttu eða sorgir sefa.
Húmorinn hann skortir ei
og sjaldan hann við mig segir nei.
Þakklát fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig
þó mætti hann slaka á og hugsa smá um sig.
Heiðra skal þennan hugdjarfa mann
sem virkja góða hugmynd vel kann.
Fjölskyldna þó númer eitt, tvö og þrjú
þannig að komum öll saman og gleðjumst nú!
Samdi þetta um föður minn :)