Óendurgoldin ást
frá því ég sá þig fyrst
í 32 tommu tv-inu
vissi ég að þú varst sá rétti,
við áttum að vera saman
hjörtu okkar slógu í takt,
ekkert gat stöðvað okkur
við stóðum SAMAN á heimsenda
ég hefði gert allt fyrir þig
hefði dansað allsber niður Laugaveginn bara fyrir ÞIG
en með einni setningu reifstu úr mér hjartað og tróðst því í mixer
þú sagðir: VILTU HÆTTA AÐ ELTA MIG ÉG VEIT EKKERT HVER ÞÚ ERT
ÉG VEIT EKKI EINU SINNI HVAÐ ÞÚ HEITIR!!!
 
Helga Katrín
1988 - ...


Ljóð eftir Helgu Katrínu

Allrahanda ljóð
Drengurinn með brosið bjarta
allir geta eitthvað
Leitin
Fjaran
Martröðin
Lífið
Uppskrift að ævintýri
Frjáls
Hugleiðing
Til vinkonu
Óendurgoldin ást
Hjartasorg
Eftir útihátíð
*
ónefnt
reiði
ást
Tilvera
Bless
Hugleysa