ljósmyndarinn
Það er morgun
dalalæða teygir letilega
úr sér á túninu

fuglar rumska
grasið hvíslar

birtan hvít
himininn auður

dagurinn byrjar rólega

ég röllti niður malarstíginn
það marrar í skrefunum

með fulla myndavél af töfrum
er ég á leiðinni heim
ég ætla að læðast inn til þín
skríða undir sængina
og kítla þig í nefið  
Inga Rannveig
1976 - ...


Ljóð eftir Ingu Rannveigu

Brúðkaupsósk
Nútímamaðurinn
Ást
Þrumuveður
ljósmyndarinn
Á leiðinni til þín
Í tætlum
Gaddavír
Endalokin
Óveður
Lognið
Brosið þitt
Regn
Sumarbruni
Fegurð dagsins
Skógargyðja
Bannvara
Kaldur morgunn
Orð á blaði
Sokkarnir þínir
Láttu vera