

Það er morgun
dalalæða teygir letilega
úr sér á túninu
fuglar rumska
grasið hvíslar
birtan hvít
himininn auður
dagurinn byrjar rólega
ég röllti niður malarstíginn
það marrar í skrefunum
með fulla myndavél af töfrum
er ég á leiðinni heim
ég ætla að læðast inn til þín
skríða undir sængina
og kítla þig í nefið
dalalæða teygir letilega
úr sér á túninu
fuglar rumska
grasið hvíslar
birtan hvít
himininn auður
dagurinn byrjar rólega
ég röllti niður malarstíginn
það marrar í skrefunum
með fulla myndavél af töfrum
er ég á leiðinni heim
ég ætla að læðast inn til þín
skríða undir sængina
og kítla þig í nefið