Fegurð dagsins
Ég sit á gólfinu
og nýt þess
að finna ylinn
frá sólbökuðu
teppinu.

Dagurinn er
jafn fallegur
og nóttin
var erfið.

Í birtu himinsins
hverfur kuldinn
og myrkrið
er fjarlægt
og ómerkilegt
í minningunni.  
Inga Rannveig
1976 - ...


Ljóð eftir Ingu Rannveigu

Brúðkaupsósk
Nútímamaðurinn
Ást
Þrumuveður
ljósmyndarinn
Á leiðinni til þín
Í tætlum
Gaddavír
Endalokin
Óveður
Lognið
Brosið þitt
Regn
Sumarbruni
Fegurð dagsins
Skógargyðja
Bannvara
Kaldur morgunn
Orð á blaði
Sokkarnir þínir
Láttu vera