Rónahundur
Ó Drottinn minn og lífgjafi,
ég á þér allt að þakka.
Þú sérð mér fyrir mat og vatni,
ást, umhyggju og gleði.

Heimurinn er grimmur, en þú verndar mig.
Heimurinn er fyrir aðra en mig.
Heimurinn vill láta svæfa mig.

Þú gerir lítið úr þér til þess eins að hugsa um mig.
Þú kyngir aðdróttunum og vorkunnsemi.
Þú ert faðir minn sem ég aldrei átti og mun aldrei eignast.

Það er mér heiður að fá að deyja þér við hlið í þessum garði.
 
Stefán Helgi
1973 - ...


Ljóð eftir Stefán Helga

Ekki ást við fyrstu sýn
Sultubrauð
Rónahundur
Kúnninn
Brauðendi
Reif í hjartað
Jólasveinninn fjórtándi
Fjallkonan
Sannleikur
Lygi
Málverkið
Blóðugar varir