Brauðendi
Að vera hnoðaður og barinn er ekkert mál.
Að vera síðastur í röðinni er bara lífsins gangur.
Að vera síðan brenndur lifandi er hluti af starfinu.

En að þurfa snúa baki við fjölskyldunni allan tímann er erfiðast.

 
Stefán Helgi
1973 - ...


Ljóð eftir Stefán Helga

Ekki ást við fyrstu sýn
Sultubrauð
Rónahundur
Kúnninn
Brauðendi
Reif í hjartað
Jólasveinninn fjórtándi
Fjallkonan
Sannleikur
Lygi
Málverkið
Blóðugar varir