Fjallkonan
Það er búið að þjófa mig.

Hún hefur eld í hári,
roða í kinnum
og augu sem lýsa upp nætur.

Misþyrmir mér með ástum
og hlátri
og heldur mér föstum

í örmum sínum.

Er einhver til í að bjarga mér,
eftir svona þúsund ár?
 
Stefán Helgi
1973 - ...


Ljóð eftir Stefán Helga

Ekki ást við fyrstu sýn
Sultubrauð
Rónahundur
Kúnninn
Brauðendi
Reif í hjartað
Jólasveinninn fjórtándi
Fjallkonan
Sannleikur
Lygi
Málverkið
Blóðugar varir