Blóðugar varir
..bíddu aðeins,
ekki fara alveg strax.

Má ég horfa í augun þín aðeins lengur
og mála á varir þínar
með blóðugu hjarta mínu?

Það tilheyrir þér en ég bið þig
um að bíta ekki of fast
því ég gæti sofnað.

Eftir þann svefn yrði
lítið eftir af okkur
annað en keimur af

frostþurrkaðri rós.
 
Stefán Helgi
1973 - ...


Ljóð eftir Stefán Helga

Ekki ást við fyrstu sýn
Sultubrauð
Rónahundur
Kúnninn
Brauðendi
Reif í hjartað
Jólasveinninn fjórtándi
Fjallkonan
Sannleikur
Lygi
Málverkið
Blóðugar varir