Jólasveinninn fjórtándi
Í Reykjavík stóð gluggi einn
sat fyrir innan jólasveinn
rimlar fyrir hlera og teinn
og dýna gólfi á.

Hvað er ég að gera hér?
Börnin bíða eftir mér,
fæ brauð og vatn en ekkert smér
og fötin eru grá.

\"Haf þig hægan sveinki minn
réttu mér nú handlegginn
færðu snöggvast skammtinn þinn
svo slakir betur á.\"

Brosandi á gólfi ligg
dofna tungu ég nú tygg
allt er ekkert að ég hygg
og húmið horfir á.

Loka augum burt ég fer
sleði, gjafir, dýraher
svíf um himinn sem mér ber
svo allir nú mig sjá.

Hvað er tungl og hvað er sól?
hvað er frelsi um þessi jól?
skríð á fjórum í mitt ból
og sef mér sjálfum hjá.  
Stefán Helgi
1973 - ...


Ljóð eftir Stefán Helga

Ekki ást við fyrstu sýn
Sultubrauð
Rónahundur
Kúnninn
Brauðendi
Reif í hjartað
Jólasveinninn fjórtándi
Fjallkonan
Sannleikur
Lygi
Málverkið
Blóðugar varir