Málverkið
Fuglar himins og Faðirinn
Flóðhestur frá Níl,
skellihlær við Skógarfoss
skagfirðingur á bíl.

Satúrnus og stjörnur tvær
krjúpa í grænni sveit
æpir á og andskotast
útúrdrukkin geit.

Regn úr gulli og gersemum
guða á tröllin sjö,
berumst við í brekku
brosandi við tvö.

Sólir okkur syngja
sálma um ást og trú,
eygi þér í augu
og veit að þú ert sú.

Verkinu skal vanda til
ennþá við það sit,
vilt þú með mér eiga
þessa mynd í lit.




 
Stefán Helgi
1973 - ...


Ljóð eftir Stefán Helga

Ekki ást við fyrstu sýn
Sultubrauð
Rónahundur
Kúnninn
Brauðendi
Reif í hjartað
Jólasveinninn fjórtándi
Fjallkonan
Sannleikur
Lygi
Málverkið
Blóðugar varir