Ljúfsárt
Sársaukinn, sem meiddi þig hér áður fyrr
er nú ljúfsár því hann er gjöf frá mér.
Í stað þess að finna muninn á góðu og vondu ert þú orðinn sem ein tilfinning og skynsemin leysist upp í nautninni og sársaukanum sem ég veld þér, þú getur ekki aðgreint þetta lengur. Styrkur okkar beggja streymir gegnum píningu þína því þú veist að það er mitt afl og minn vilji og mitt næmi sem liggur að baki. Ég ögra þér , svo þú getur tekið við...mér.
Tilfinningar sem þú þekktir ekki fyrir koma nú upp á yfirborðið, orðlausar, þeim fylgir engin rökhugsun eða sjálfstjórn. Þú ert fljótandi í landi sem þú þekkir ekki en þekkir þó svo vel. Frá þér streymir ást til líkama okkar beggja, lífs okkar,okkar!
Sársauki okkar , hamingja, angist og þor kemur í ljós á holdi þínu og ég vil fá þig til að kjökra og gráta af flugbeyttri hamingju í fjötrum mínum.
Ég opna þig . Breyti þér. Skora á þig. Ég tek þig inn í breytt ástand. Nátturulögmálin gilda ekki hér, líkami þinn skilur og finnur og þolir hluti sem hann kannaðist alls ekki við áður. Þú hefur látið alla sjálfstjórn um lönd og leið, ég ráðkast með þig eins og ástríðufulla sinfóníu úr ofurnæmum skilningarvitum þínum. Tilvera þín er orðin fræðileg, þú ert bæði svo mikið þú sjálfur og svo mikið minn! Við það að þora að gefa þig mér svo mikið á vald, gefa þig örlögunum og nektinni á vald í því ástandi sem ég hef þig í núna, hefurðu styrkst alveg óendanlega.
Ég breyti þér, þú tekur stakkaskiptum og það tengir okkur enn betur. þessi leyndardómsfullu helgisiðir tengja okkur, þvert gegnum tíma og rúm og öll venjuleg takmörk holdsins. Við svífum saman, ég vísa þér leiðina, þú hlustar og kennir mér og við vitum að saman erum við staðfesta ástríðuna á ástina og lífið.
Ofsafengin mök okkar eru fórnargjöf til nátturuaflanna. Saman læknum við sum þeirra sára sem við sköpum í okkar tætta mengaða hverdagsleika. Við sýnum lífinu virðingarvott með því að þora að ferðast inn í ókunn lönd, líta innra með okkur, á töfrakraftinn hið innra.
Allt streymir þetta í gegnum okkur á þessum andartökum alsælunnar, hraðar en á auga festir en við vitum að við erum að skynja einhverja dásamlega fjarstæðu.  
Kristín G Kúld
1976 - ...
Til þín frá mér


Ljóð eftir Kristínu G Kúld

Ljúfsárt
Að gera hreint
Þögn
Þú
salt í sárin
ósk
Draumur
Elskan
Hann var allt
Í nótt