Hann var allt
lífið er ekki sem skyldi
þessa dagana
líf mitt í rúst
búin að glata þeim
sem hjarta mitt átti
Hann hvarf burt frá mér
eins og vatn sem endar í niðurfalli
ég sakna mest í lífinu
að hafa hann ekki hjá mér
aðeins að geta séð hann
spjallað, hlegið og grátið með honum
hann var allt sem ég vildi eiga.

Tárin renna óstjórnlega biður vanga mína
hvað hef ég gert, hvað hef ég sagt
til að verðskulda þennan dapurleika
mér finnst eins og ég sé ein út í geim
lífið er ekki sanngjart
kannski er lífið betra á tunglinu.  
Kristín G Kúld
1976 - ...


Ljóð eftir Kristínu G Kúld

Ljúfsárt
Að gera hreint
Þögn
Þú
salt í sárin
ósk
Draumur
Elskan
Hann var allt
Í nótt