Draumur
nú ligg ég upp í rúmi
hugsa um þig
sem mér fannst ég eiga
en var ekki rétt
hvað var þetta allt
kannski var aldrei neitt
varstu bara draumur

ef ég ætti stjörnurnar
væri skærasta stjarnan þú
sem lýstir upp himinnin
og allt mitt líf
en það varð stjörnuhrap
og þú hvarfst  
Kristín G Kúld
1976 - ...


Ljóð eftir Kristínu G Kúld

Ljúfsárt
Að gera hreint
Þögn
Þú
salt í sárin
ósk
Draumur
Elskan
Hann var allt
Í nótt