Þögn
ég og þögnin
erum trúnaðarvinir
og við segjum
hvort öðru allt

ég spyr hana
leiðandi spurninga
og hún tjáir mér
samþykkji sitt
með sér sjálfri

þegar slettist
uppá vinskapinn
rýf ég hana með látum
og nauðga henni
með öskrum
eftirá græt ég hljótt
í faðmi hennar
 
Kristín G Kúld
1976 - ...


Ljóð eftir Kristínu G Kúld

Ljúfsárt
Að gera hreint
Þögn
Þú
salt í sárin
ósk
Draumur
Elskan
Hann var allt
Í nótt