Tónlistarfullnæging
Tíminn stendur í stað
þegar tónlistin flýtur í gegnum mig
eins og stór adrenalínskammtur.
Fullkomnar mig með tónlistarfullnægingu.
Gítarinn fer í lungun,
fyllir þau með tónlistargasi.
Trommurnar fara í hendurnar og fæturna,
eins og tónlistarbatterí.
Bassinn sér um heilann,
en söngurinn fyllir hjartað mitt af tilfinningu
sem ég get ekki útskýrt hvernig er.
Tónlistarfullnæging.  
Dagný L.
1987 - ...


Ljóð eftir Dagnýju

Daginn eftir
Brotið glas
janúarkvöld
Íslendingurinn
Kínversk stelpa
Tónlistarfullnæging
Appelsína
Svefnenglar
Gullni meðalvegurinn
Öll þessi fölsku viðmið
Í dag
06:07
Þú spurðir
Íspinninn
Björtu ljósin
Fyrstu orð barnsins míns
Hörku ást