Hörku ást
Sláðu mig í framan

þegar ég dáist að þér

Fótbrjóttu mig

þegar ég reyni að komast að hjartanu þínu

Hlæðu að mér

þegar ég opna mig fyrir þér

Niðurlægðu mig

þegar ég monta mig á þér

Og ekki gleyma
að elska mig

þegar ég er farin frá þér  
Dagný L.
1987 - ...


Ljóð eftir Dagnýju

Daginn eftir
Brotið glas
janúarkvöld
Íslendingurinn
Kínversk stelpa
Tónlistarfullnæging
Appelsína
Svefnenglar
Gullni meðalvegurinn
Öll þessi fölsku viðmið
Í dag
06:07
Þú spurðir
Íspinninn
Björtu ljósin
Fyrstu orð barnsins míns
Hörku ást