

Fuglar himins og Faðirinn
Flóðhestur frá Níl,
skellihlær við Skógarfoss
skagfirðingur á bíl.
Satúrnus og stjörnur tvær
krjúpa í grænni sveit
æpir á og andskotast
útúrdrukkin geit.
Regn úr gulli og gersemum
guða á tröllin sjö,
berumst við í brekku
brosandi við tvö.
Sólir okkur syngja
sálma um ást og trú,
eygi þér í augu
og veit að þú ert sú.
Verkinu skal vanda til
ennþá við það sit,
vilt þú með mér eiga
þessa mynd í lit.
Flóðhestur frá Níl,
skellihlær við Skógarfoss
skagfirðingur á bíl.
Satúrnus og stjörnur tvær
krjúpa í grænni sveit
æpir á og andskotast
útúrdrukkin geit.
Regn úr gulli og gersemum
guða á tröllin sjö,
berumst við í brekku
brosandi við tvö.
Sólir okkur syngja
sálma um ást og trú,
eygi þér í augu
og veit að þú ert sú.
Verkinu skal vanda til
ennþá við það sit,
vilt þú með mér eiga
þessa mynd í lit.