Því ekki það, aftur
ef betur er að gáð
sjást örin
með nýjustu samtalstækni
og röntgen
má sjá allt
falið.

en á yfirborðinu
má klæða af sér örin
mála og fegra
brosa jafnvel,
faðma...

en röntgen sýnir
sundurskorið blæðandi
hjartað
sem að þér snýr

viðgerð er hafin
 
Hilda
1964 - ...


Ljóð eftir Hildu

...mmm...
Lofkvæði
aftur.kannski.alltaf.
Að morgni ég vaki.
Fyrir jólin
Bara svona
því ekki það
sem aldrei fyrr
litur örvar
Stígur.
Sólir
streymir
Fjara
ör dýr svellur
kannski. alltaf. aftur.
sam koma
Ó veður.
Dimma dimma
Myrkur myrkur
Myrkur myrkur frh
Myrkur
aftur. alltaf. kannski.
ó við sól einar
tólfti febrúar
þráhygð
rugl
Því ekki það, aftur
Langar

Haust