Að morgni ég vaki.
Vorblaut sunnangolan
tekur á mót mér einn morguninn
og gerir mig hlægilega
á þorraþykkum klæðunum.

Glaðlegur regnbogi tekur af mér trefilinn og húfuna,
vetrargráu hárin fagna og
safna örsmáum dropunum.

Hjáróma heyrist í álftunum kvaka
er þær fljúga þar undir regnbogann
hratt til heiða og allt,
en er ekki eins og ég vakni
frekar en hitt?  
Hilda
1964 - ...


Ljóð eftir Hildu

...mmm...
Lofkvæði
aftur.kannski.alltaf.
Að morgni ég vaki.
Fyrir jólin
Bara svona
því ekki það
sem aldrei fyrr
litur örvar
Stígur.
Sólir
streymir
Fjara
ör dýr svellur
kannski. alltaf. aftur.
sam koma
Ó veður.
Dimma dimma
Myrkur myrkur
Myrkur myrkur frh
Myrkur
aftur. alltaf. kannski.
ó við sól einar
tólfti febrúar
þráhygð
rugl
Því ekki það, aftur
Langar

Haust