Haust
Það er bara þrítugasti ágúst
samt ertu komið
haust þarna
nístir mig inn að beini
minnir mig á
ég gleymdi að kveðja
sumarið

þá tek ég mig til
og renni nokkrum tárum
á eftir því
svo er það búið

þá get ég heilsað þér haust
ég fagna inni í mér
hlakka til að finna lyktina
finna þægilegan svalann
reyna að komast innfyrir
úlpuna  
Hilda
1964 - ...


Ljóð eftir Hildu

...mmm...
Lofkvæði
aftur.kannski.alltaf.
Að morgni ég vaki.
Fyrir jólin
Bara svona
því ekki það
sem aldrei fyrr
litur örvar
Stígur.
Sólir
streymir
Fjara
ör dýr svellur
kannski. alltaf. aftur.
sam koma
Ó veður.
Dimma dimma
Myrkur myrkur
Myrkur myrkur frh
Myrkur
aftur. alltaf. kannski.
ó við sól einar
tólfti febrúar
þráhygð
rugl
Því ekki það, aftur
Langar

Haust