Dagar
..16.júní

Fagur dagur
feður vinna
með sonum sínum
mæður heima
með dætrum sínum
þar skulu þær vera

17.júní

Fagur dagur
feður fagna
með sonum sínum
mæður fagna
með dætrum sínum
veislu vorrar þjóðar

18. júní

Fagur dagur
feður vinna
með sonum sínum
mæður heima
með dætrum sínum
þar skulu þær vera

19. júní

Fagur dagur
feður heima
með sonum sínum
mæður fagna
með dætrum sínum
kosningarétt kvenna

20.júní..

Fagur dagur
feður vinna
með sonum sínum
mæður heima
með dætrum sínum
þar skulu þær vera
 
Guðjón í Hamri
1984 - ...
Forn íslenskur ljóðaháttur


Ljóð eftir Guðjón í Hamri

Regnbogastelpa
Dagar
Freki drekinn
Burt með dönsku!
Á dánarbeði
Skáldleikur
Engill
Lítill fugl
Draumur
Ástin