Engill
Ég er bara lítil snót með litla fætur
lítill engill stendur mér við hæl
þegar ég er sár hann grætur
en brosir þegar ég er sæl

Þessi engill minn er bara lítill drengur
lítill drengur með svo litlar hendur
í gegnum heiminn með mér gengur
og guðs míns engill með mér stendur

Saman tvö þá göngum yfir allan heiminn
yfir fjöll og vötn og ár og sjó
og þó ég ætti allan geiminn
ég gæti ekki elskað hann nóg 
Guðjón í Hamri
1984 - ...


Ljóð eftir Guðjón í Hamri

Regnbogastelpa
Dagar
Freki drekinn
Burt með dönsku!
Á dánarbeði
Skáldleikur
Engill
Lítill fugl
Draumur
Ástin