Lítill fugl
Ég horfi út um gluggan
ég sé lítinn fugl
heimili hans er tréð
fuglinn horfir á mig og syngur
hann er sáttur
þó heimilið mitt sé stærra en hans

Hann syngur

ég dáist að honum
ég á 100x stærra hús
(með milljón skrilljón húsgögnum)
en ég syng ekki
en hann syngur
og hann á heima í tré

Það byrjar að kólna
mig vantar eldivið
ég hegg niður tréð
og set það í arininn
og mér er heitt

og ég lít út um gluggan
og þar er fuglinn dauður..

..það er víst kjúklingur í matinn í kvöld  
Guðjón í Hamri
1984 - ...


Ljóð eftir Guðjón í Hamri

Regnbogastelpa
Dagar
Freki drekinn
Burt með dönsku!
Á dánarbeði
Skáldleikur
Engill
Lítill fugl
Draumur
Ástin