Bæbæ
Þegar kemur að því að kveðja
og kannski leggja af stað,
þá er tregi í hjarta
og tómið fyllir það.
Engin veit hvort aftur við sjáumst,
eilífðin er til en hver vill bíða.
Tækifærin gleymast oft í tunglsljósinu
en tíminn er svo lengi,
svo lengi að líða.
 
Ólína Gunnlaugsdóttir
1962 - ...


Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN
SUMARÁST
VOR
HÚS
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Við
Gættu þín
Una
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR