SUMARÁST
Einn morgun í júní við mættumst í skini sólar,
ég man hverja stundu.
Þú færðir mér blómin er fyrst voru sprottin
en fölnuð um haustið
með ást þinni og öllu sem lifði ei af þetta sumar.

Á septemberkvöldi ég sat ein og horfði í eldinn
en sá ekki ljósið.
Og skugginn minn flögrndi skeytti því engu
en skaust milli horna
er golan úr glugganum opnum
gældi við logann.

Í nóvember eru næturnar dimmar og kaldar,
það nístir að beini.
Þú kramdir mitt hjarta og kastaðir frá þér,
það kelur sem fuglinn
er flaug ekki suður að hausti
og feigur hann bíður.  
Ólína Gunnlaugsdóttir
1962 - ...
Ljóðið er samið kringum 1980, kom út á geisladiskinum "Ólína" árið 2000.


Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN
SUMARÁST
VOR
HÚS
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Við
Gættu þín
Una
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR