GLEÐI
Vakti ég löngum um vetrarnótt,
veittist mér erfitt að sofa rótt.
Reikaði um í rökkrinu hljótt
og reyndi að finna gleði.

Að fara í burtu, mér fannst það ráð,
er færði mér gleði og hamingju´í bráð.
Því ekki hafði ég öllu náð
sem átti af færa mér gleði.

Fór ég inn í fornan skóg,
fann þar tré sem niður hjó.
Átti mér hús og í því bjó,
samt enga fann ég gleði.

Síðan ég gekk á suðurpól,
sat í tjaldi þar ein um jól.
Í fönninni átti mér fagurt ból
en fann samt enga gleði.

Kleif ér alls konar kynleg fjöll,
kannaði næstum löndin öll.
Eignaðist prins sem átti höll
þar enga fann ég gleði.

Sár var minn fótur og særður skór,
sá þá skip og um borð ég fór.
Veiddi mér fisk sem víst var stór
en vantaði alla gleði.

Arkaði´að lokum aftur heim,
ætlaði varla að trúa þeim
er sögðu mér rólega sofa í nótt,
í sál minni findi ég gleði.  
Ólína Gunnlaugsdóttir
1962 - ...
Samið árið 2000.


Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN
SUMARÁST
VOR
HÚS
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Við
Gættu þín
Una
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR