FÍFUKOLLLUR
Mér finnst þú vera fífukollur
sem fokið gæti við minnsta vind.
Ég óttast mest að einhvern tímann
ég andi þér á braut.
Samt veit ég að þú ert sterkur
og ótti minn ástæðulaus,
ef ég blæs ekki fast,
ef ég slít þig ekki upp
og blæs svo þú hverfir mér.
Þú grærð í hjarta mínu
svo eftir yrði sár,
þar sem aldrei framar
yxi fífa eins og þú,
eilífðarfífa.  
Ólína Gunnlaugsdóttir
1962 - ...


Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN
SUMARÁST
VOR
HÚS
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Við
Gættu þín
Una
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR