KVÍÐI
Er fortíðin myndast og framtíðin ógnandi birtist
og felmtruð ég reyni að standa mig gegn þessum straumi,
mín freistar að láta mig falla í þá lygnsstreymu móðu
sem flytur það burt og gerir að ljótum draumi.

Ég rýni í myrkrið og reyni að átta mig í því,
þótt raunveruleikinn sé beiskur og mig langi að fara.
Ég kemst ekki hjá því að kynnast því ókomna lengur,
þótt kalt stundum næði og allt sé mun torveldara.

En hvað skyldi unnið í kvíða og ótta og skelfing,
að kvelja sig sjálfan þótt að manni þyki sorfið.
Því burtflúinn maður sem berst við að gleyma og lifa
bíður og vakir þótt allt sé burt löngu horfið.  
Ólína Gunnlaugsdóttir
1962 - ...
Gert 1989


Ljóð eftir Ólínu Gunnlaugsdóttur

GAMLA KONAN
SUMARÁST
VOR
HÚS
BÍDDU MÍN Í GARÐINUM
VEGGURINN
GLEÐI
ÖGNIN
KELLINGIN
SAGAN Í HLEININNI
FÍFUKOLLLUR
FRELSI
KVÍÐI
Við
Gættu þín
Una
Bæbæ
JÓLASTJARNAN
SYSTURNAR ÞRJÁR