Bara vegna þín
Getur verið að allt sem í heiminum er sé frábært?

Að fuglarnir syngi fegurri sem aldrei fyrr og að geislar sólarinnar nái hringinn í kringum hnöttinn, bara vegna þín?

Getur verið að blómin spretti með hraði upp úr hverri grasrót og að unaðsilmann frá þeim leggi um allan heiminn sem tengir sálir okkar saman?

Frá hjarta mínu að hjarta þínu.

Bara vegna þín?

Getur verið að lækurinn seytli í jarðvegi fegurðarinnar og að fegurðin seytli í hjarta mínu, bara vegna þín?

Getur verið að skýin leiki sér af gleði á himnum ofan og að börnin taki undir gleðileik skýjanna, og hlæi og skoppi sem aldrei fyrr, bara vegna þín?

Getur verið að undurfagurt sé á úfið hafið að líta og að brimið skelli svo hljómfagurt á brimbrjótinn, bara vegna þín?

Getur verið að augun mín tvö, nef mitt, munnur, fingur, hugur og hjarta, hafi einhvern tilgang hér á jörð, bara vegna þín?

Getur verið að eitthvað sé til í öllum kenningum heimsins, bara vegna þín?

Getur verið að allir hlutir heimsins séu í raun yndisfagrir? Að fegurðin leynist undir hverri þúfu og hverjum steini og umlyki allt, bara vegna þín?

Getur verið að öll þessi fegurð sé raunveruleg vegna bros þíns, hláturs og snertingu augna þinna þegar þau hvíla á mér?

Getur verið að öll þessi fegurð heimins........ sé bara vegna þín?
 
Jóna
1982 - ...
Bara vegna þín er vinnuheiti, ekki endanlegt.


Ljóð eftir Jónu

Í fjötrum
Fegurð heimsins
nafnlaust eins og er
Í rauðgula myrkrinu
Svartur koss
smáljóð
Fullkomin leið að hamingju
Orðsending
Dauðaslög hjartans
Upprisan
Segðu mér sögu
Vals
Sunnudagskvöld
Sýndu mér heiminn
Eitt augnablik af eilífri ást
Heimurinn okkar
Tvö skref afturábak
Í hringekjunni
Carpé Diem
Bara vegna þín